Kaupferli - greiðslur og afhending
Buyers abroad see info below
Kaup innanlands
Greiðsluleiðir
Hægt er að greiða málverk með PayPal. Eftir að pöntun er gerð færðu sendan link frá listamanni til að greiða. Með því að nota PayPal velur kaupandi sjálfur hvort hann notar debet eða kreditkort og getur þá dreift greiðslum eftir á. Athuga að kaupandi þarf að hafa virkan aðgang að Paypal til þess að geta notað þá greiðsluleið.
Hægt er að velja að greiða beint inn á bankareikning. Þá fær kaupand sendar leiðbeiningar og reikningsnúmer.
Hægt er einnig að greiða beint með reiðufé við afhendingu.
Hægt er að fá málverk keypt með kröfu í banka og skipta greiðslu í 3-12 mánuði. Lágmarksgreiðsla er 10.000 kr pr.mán og við bætist kostnaður vegna innheimtu. Ef vanskil verða þá fer krafan í eðlilegt ferli hjá banka/innheimtufyrirtæki með tilheyrandi kostnaði. Málverk er ekki afhent fyrr en fyrsta greiðsla hefur verið innt af hendi.
Afhending og sending með pósti
Hægt er að velja um að fá málverk afhent á höfuðborgarsvæðinu eða á Suðurlandi og koma aðilar sér saman um mótstað.
Hægt er að fá málverk sent með pósti. Ef málverk eru send með pósti þá eru öll málverk 50x60cm eða stærri tekin af ramma og rúllað í hólk þannig að það sé sem best varið fyrir hnjaski. Smærri málverkum er pakkað inn í búbbluplast og þykkan pappa. Kaupandi greiðir sendingarkostnað.
14 daga skilaréttur
14 daga skilaréttur frá afhendingu málverksins og full endurgreiðsla.
Ábyrgð á málverki
Listamaður ber ábyrgð á málverki þar til það hefur verið móttekið af kaupanda. Ef kaupandi skilar málverkinu ber hann ábyrgð á því þar til það er komið aftur í hendur listamanns.
Ef einhverjar spurningar, vinsamlega hafið samband við mig á landart.villagunnartist@gmail.com
Buyers abroad
You can pay with PayPal. After you place an order you will receive a link from the artist to pay. By using PayPal, the buyer chooses whether to use a debit or credit card and can then distribute payments afterwards. Note that the buyer must have active access to Paypal in order to use that payment method.
Shipment
All paintings that are sent abroad are removed from the frame and rolled into a cylinder to protect it as much as possible. If the buyer has special wishes regarding shipping and packaging, it is possible to find ways to meet such wishes. Buyer pays shipping costs.
14-day of return
There is a 14-day right of return from the delivery of the painting. If a painting is returned, the buyer pays the shipping costs. The buyer needs to informs as soon as possible if the painting is to be returned and before sending it off and sends a tracking number to landart.villagunnartist@gmail.com
Responsibility for the painting
The artist is responsible for the painting until it has been received safely by the buyer.
If the buyer returns the painting, he is responsible for it until it is returned safely to the artist