About Artist

English bellow

Listamaðurinn

Ég heiti Vilborg G Hansen en kalla mig sjálfa og kvitta undir myndirnar mínar með Villa Gunn.  Ég nota yfirleitt ekki pensla aðeins hin ýmsu áhöld eins og svampa, spaða og fleira sem mér dettur í hug að prufa.  Þetta hentar kannski ekki öllum en þetta er mín leið.  Það eru engar reglur þegar ég er að skapa.  Ég er samtíma abstract listamaður, expressionisti.  Ég er í ákveðnu flæði þegar ég er að skapa.  Listin kemur innan frá.  Það sem birtist á striganum kemur úr vitundinni án allra takmarkana.  Það er list fyrir mér.  Ég finn fyrir slíku flæði þegar ég skapa.  Ég veit nákvæmlega þegar ég er búin, þá birtist myndin eins og hún á að vera.  Ég reyni aldrei að þvinga neitt fram ég leyfi því að flæða á strigann.  Annars finnst mér ég ekki vera að skapa.  Fyrir mér er samtímalist, abstract list og expressionismi form til að draga eitthvað fram, segja eitthvað.  En svo má hver og einn sjá það sem hann vill, túlka málverkið eins og hann vill.  Upplifunin er algjörlega áhorfandans.  Ég á mína upplifun fyrir mig. 

Ég fór ekki í listaháskóla þó ég hafi velt því fyrir mér um tíma og þá skóla í Bretlandi.  Ég ákvað frekar að fá kennslu hjá virtum samtímalistamönnum og margverðlaunuðum á alþjóðlega vísu.  Mínir uppáhaldskennarar eru Suraj Patel og Gino Savarino.  Í dag er hægt að taka námskeið og taka próf og taka þátt í vinnustofum í fjarkennslu og á þeim tíma sem manni hentar.  Það er endalaust hægt að bæta við sig aðferðum, tækni.  Það er eins og í mörgu öðru maður getur haft fimm háskólagráður og við höfum þær mörg en eins og góður háskólarektor við Háskólann á Íslandi sagði.  Þú getur lært helling en það er ekkert víst að þú getir notað það sem þú lærir.  Ég held að því sé eins farið með listina.  En síðan er það svo að það sem er list fyrir einum er ekki list fyrir öðrum og það er hvers og eins.  Í mínum huga hefur enginn leyfi til að segja öðrum hvað honum á að finnast eða hvað hann á að upplifa.  Hver og einn á að upplifa fyrir sjálfan sig.  Við erum öll einstök og ef ætti að flokka okkur þá væru kassarnir jafnmargir og við.

Ég hef alltaf verið að skapa hvort sem það er að teikna, mála, skrifa texta, ljóð og lög.  Þetta er bara eitthvað í mér sem kemur auðveldlega fram.  Þegar ég var yngri þá var strax tekið eftir myndunum mínum í unglingaskóla.  Ég ásamt tveimur öðrum samnemendum fékk það hlutverk að gera listaverk fyrir hátíðasalinn.  Held það standi þar enn og nú er ég rúmlega fimmtug.  Það héngu líka myndir á göngunum eftir mig.  Mamma mín sá svo um að geyma allt mér fannst þetta ekkert merkilegt. Þetta var bara eitthvað sem ég hafði þörf fyrir að gera.  Ég hef alltaf tekið svona tímabil að setjast niður og mála og teikna en svo hef ég ekkert gert með það.  Ég byrjaði aftur að finna þetta hjá mér í upphafi Covid þá meina ég svona af einhverri alvöru.  Þetta frjálsa flæði sem ég fann að færðist yfir mig.  Árið 2023 fékk ég fyrir hjartað og er nú með tæki sem sér um að hjartað slái nokkuð rétt og gefur mér stuð ef það stoppar.  Þegar maður stendur á slíkum tímamótum í lífi sínu þá hugsar maður hvað vil ég gera við restina.  Áður hafði ég fengið krabbamein og sigraðist á því.  Ég vinn sem fasteignasali en vonandi get ég helgað mig listinni á einhverjum tímapunkti. 

Ég var hvött til að taka þátt í erlendum keppnum, vera með.  Það skiptir ekki öllu að vinna.  Mér til undrunar þá fengu myndirnar mínar strax athygli og ég var yfirleitt að fá merid award eða honorable mention eða Coup de Coeur.  Í lok ársins 2024 tók ég svo þátt í Alþjóðlegri listakeppni (International Art 2024) á vegum Art4Competition og ein myndin eftir mig sem heitir Múnkarnir fékk þar fjórða sæti.  Önnur sem heitir Hjarta Louvre fékk ellefta sæti af fimmtán.  Þær birtust síðan í blaði (Cataloge) yfir úrslit keppninnar, blaði sem fór víða í listaheiminum erlendis, inn á helstu gallerí svo eitthvað sé nefnt.  Ég sá strax á umferðinni á síðunni hér að það kom erlendis frá.  En eins skrítið og það nú er þá er hægt að skapa sér nafn í hinum stóra listaheimi samtíma abstrakt listar án þess að vera endilega viðurkenndur af listaheiminum á litla Íslandi. 

Ég ætla að halda áfram á sömu braut eins lengi og lífið gefur mér tíma.  Hvert þetta tekur mig er svo bara ferðalag, ævintýri.  Ég gæti ekki verið hamingjusamari en þegar ég er að skapa.

Keppnir og viðurkenningar / Awards

Figurative ART 2024 - Art4Competition - tvö verk voru valin af dómnefnd og fengu verðlaug: Verkið ÞRÍR og verkið UMBROT.  Classification: COUP DE COEUR

Ten Moir Gallery: fékk Honorable Mention og Finalist 2024

Art Room Gallery:  Fékk Merid Award í keppninni "Color" sept 2024

International Art 2024 - Art4Competition - Verkið The Monks hlaut 4.sæti og Hart of Louvre hlaut 11.sæti af 15.  en önnur fjögur fengu Classification: Coup De Coeur

Terravarna:  Fékk Honorable Mention fyrir nokkur verk sem sýnd voru í videoshowcase á LA Art show 2025 í febrúar.

Ten Moir Gallery: fékk Honarable Mention í mars 2025 í keppninni Abstract Art.

Redwood Art Group: fékk Honarable Mention í mars 2025 í vali fyrir Art Expo New York og pláss í grein í Art Buissnessnews.  200 dollara inneign á sýningar hjá þeim til 25.nov 2025.

The artist

My name is Vilborg G Hansen, but I call myself and sign my photos with Villa Gunn.  I usually don't use brushes, only various of tools like sponges, spatulas and other things that I can think of trying.  This may not suit everyone but this is my way.  There are no rules when i'm creating.   I am a contemporary abstract artist, expressionism.  I am an artist in a state of flux.  The art comes from within.  What appears on the canvas comes from the artist's consciousness without any limitations.  It is most likely something that happens to the each artist and can´t be learned.  I know exactly when I'm done, the image will appear as it should.  I never try to force anything, I let it flow on the canvas.  Otherwise I don't feel like I'm creating.  For me, contemporary art, abstract art and expressionism is a form to highlight something, to say something.  But then everyone can see what they want, interpret the picture as they want.  The experience is the viewer's.  I have my own experience. 

I didn't go to an art university, although I thought about it for a while, and then schools in the UK, not at home in Iceland.  I decided instead to receive lessons from renowned contemporary artists and international award-winners.  My favorid today is Suraj Patel and Gino Savarino.  Today you can take courses and exams and participate in distance learning workshops at a time that suits you.  Methods can be added endlessly.  It's like in many other things a person can have five university degrees and many of us do, but as the good university rector at the University of Iceland said.  You can be very learned, but there is no guarantee that you will be able to use what you learn.  I think it's the same with art.  What is art for one person is not art for another, and so on.  No one is allowed to tell others what to feel or experience.  Everyone has to experience for themselves.  We are all unique and if we were to be sorted, the boxes would be as many as us.

I have always been creating whether it is drawing, painting, writing lyrics and poetry, songs.  This is just something in me that comes out easily.  When I was younger, my paintings in junior high school were immediately noticed.  I, along with two other students, were given the task of making artwork for the festival hall.  I think it's still there and now I'm in my fifties.  There were also pictures from me hanging in the corridors.  My mother took care of keeping everything, I didn't think it was anything special. It was just something I needed to do.  I've always taken periods like this to sit down and paint and draw, but then I haven't done anything with it.  I started to feel this again at the beginning of Covid, I mean seriously.  This free flow I felt move over me.  In 2023, I had a heart attack and now I have a device that makes sure that the heart beats fairly correctly and gives me a shock if it stops.  When you are at such a turning point in your life, you think what do I want to do with the rest. I had colon cancer before and beat it.  I work as a real estate agent, but hopefully I can dedicate myself to art at some point. 

I was told to participate in foreign competitions, just to participate.  And I did.  Winning doesn't matter.  To my surprise, my photos received attention in competitions, I was usually getting merid award or honorable mention or finalist.  At the end of 2024, I took part in an international art competition for that year (International Art 2024 with Art4Competition), and one of my painting called The Monks won fourth place.  Another one called Hart of Louvre was ranked eleventh out of fifteen.  They were then published in a paper about the results of the competition, a paper that went widely in the art world, into major galleries and more.  I could see from the traffic on my website that I was being noticed abroad.  I intend to continue on the same path as long as life gives me time.  Where this takes me is just a journey, an adventure.  I couldn't be happier than when I'm creating.